Prebíótísk efni eru innihaldsefni í fæðu sem hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Í meltingarveginum er mikill fjöldi gerla: slíkir gerlar eru kallaðir „þarmaflóra“. Þetta getabæði verið vinveittir, heilsueflandi gerlar eða meinvirkir gerlar sem geta valdið sjúkdómum.
Prebíótísk efni eru kolvetni sem kötturinn eða hundurinn meltir ekki. Þessiprebíótísku efni fara ómelt um meltingarkerfið og hafa áhrif á gerlana sem fyrir eru í iðrunum.
Sum prebíótísk efni, svo sem ávaxtafásykrur, geta verið fæðuuppspretta fyrir vinveittu gerlana (mjólkursýrugerlar og bifido-gerlar), en nýtast meinvirku gerlunum ekki. Með því að gera ávaxtafásykrur hluta af daglegu mataræði stuðlar þú að vexti vinveittra gerla en hindrar vöxt þeirra slæmu.