Leitaðu Karfa

Um Husse Síðan 1987

 Husse evolution since 1987 

Husse

Husse var stofnað í Svíþjóð árið 1987. Í dag framleiðir og selur Husse fjölbreytt úrval af gæða hunda- og kattafóðri, blautmat, nammi, beinum og ýmsum fylgihlutum um allan heim.
Við afhendum vörurnar beint heim að dyrum án aukagjalds og bjóðum einnig upp á aðra sendingarvalmöguleika.

Ábyrgð á gæðum vöru og framleiðsluferli er fjöldi dyggra og ánægðra viðskiptavina sem Husse hefur um allan heim. 

Hjörtur Örn Hjartarson byrjaði að selja Husse á Íslandi 2012. Nokkrir sölumenn voru víðsvegar um landið, þar á meðal við hjónin, María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Eyfjörð Ómarsson.
Við kynntumst Husse fyrst árið 2014 fyrir algjöra tilviljun og byrjuðum þá að gefa hundunum og köttunum okkar þetta frábæra fóður og urðum yfir okkur hrifin. Þegar okkar söluaðili hætti 2017, gátum við ekki hugsað okkur að skipta um fóður og tókum því við sölumennsku Husse á Norðurlandi og eigum frábæran hóp viðskiptavina þar. Um haustið 2023 ákvað Hjörtur að hætta með umboð Husse og aftur gátum við ekki hugsað okkur að skipta og því keyptum við umboðið á Íslandi.

Vöruhús Husse eru staðsett á Akureyri og í Reykjavík.  Á Akureyri keyrum við sjálf út vörur en notum þjónustu vöruhúss Górillu í Reykjavík en þeir erum með dreifingarsamninga við Dropp, Póstinn og Samskip. Með þessu náum við að þjónusta viðskiptavini okkar um allt land, hvort sem þeir búa á höfuðborgarsvæðinu, stærri bæjum eða í dreifbýli.

Við hjónin höfum mikla ástríðu fyrir dýrum og öllu sem tengist þeim og höfum verið gæludýraeigendur í mörg ár, vorum fyrstu árin með ketti en í dag eigum við rúmlega tuttugu sleðahunda.

Scroll