Karnitín er í rauninni ekki amínósýra en vegna þess hve það er svipað amínósýrum að uppbyggingu er það yfirleitt flokkað með öðrum slíkum, auk þess sem það er oft kallað BT-vítamín.
L-karnitín er framleitt úr nauðsynlegu amínósýrunum lýsíni og meþíóníni, en einnig er nauðsynlegt að nægilegt B1-vítamín (þíamín) og B6-vítamín (pýridoxín) séu fyrir hendi. Þess vegna getur fæðubótarefni með karnitíni haft góð áhrif í mörgum tilvikum. Karnitín er nauðsynlegt efni til að stuðla að niðurbroti á fitu. L-karnitín auðveldar flutning á fitusýrum inn í hvatberana í frumunum, til að þær geti breytt þessum sýrum í orku.
1. Viðbótarkarnitín er ráðlagt þegar auka þarf orkuinnihaldið í fæðu hundsins, þar sem karnitín örvar umbreytingu fitu í orku. Í keppnum, hundasleðakeppnum eða við aðrar kringumstæður sem auka virkni hundsins getur komið sér vel að auka karnitínmagnið í fæðunni. Þess vegna er viðbótarkarnitín í Husse Optimal Energi. Þessi samþætting fituríks mataræðis og viðbótarkarnitíns tryggir að mjög virkir hundar sem þurfa viðbótarorku fái alla þá orku sem til þarf.
2. Hundar sem eru of feitir og þurfa að léttast gætu einnig notið góðs af viðbótarkarnitíni. Viðbótarkarnitín örvar oxun líkamsfitunnar hjá hundum sem eru of feitir. Að sjálfsögðu þarf einnig að draga úr fóðurgjöf og auka líkamlega hreyfingu hundsins, til að auka orkuþörfina.
3. Íhjartanu er mjög mikið af karnitíni, sem ætti auðvitað ekki að koma á óvart. Hjartað þarf að fá fitusýrur til að vinna úr eldsneytið sem það notar til að dæla blóði um allan líkamann. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að viðbótargjöf af L-karnitíni getur stuðlað að skilvirkari hjartastarfsemi í hundum sem hafa greinst með hjartasjúkdóma.