Hreyfanleiki+

Hreyfanleiki+

Kondróitín og glúkósamín styrkja og efla liðina.

Til eru ýmis næringarefni sem sjá okkur fyrir veigamiklum innihaldsefnum sem styrkja liðina og auka virkni þeirra og hreyfanleika. Þessinæringarefni eru kölluð „brjóskverndandi efni“ og til þeirra teljast bæði glúkósamín og kondróitín. Þessiefni sjá okkur fyrir nauðsynlegu hráefni til myndunar á nýju brjóski og geta jafnvel stuðlað að endurnýjun á slitnu brjóski.

Hægt er að vísa í fjölda vísindagreina um jákvæð áhrif kondróitíns og glúkósamíns á liðina. Bæði kondróitín og glúkósamín eru til staðar í heilbrigðu brjóski. Þegar um liðasjúkdóm er að ræða skaddast brjóskið. Þegar brjóskið sem hlífir liðunum brotnar niður hraðar en svo að líkaminn nái að endurnýja það kemur upp slitgigt. Ef þessi hlífðarvefur er ekki til staðar nuddast beinin saman á sársaukafullan hátt og það veldur eymslum, bólgu og stirðleika.

Í Husse-vörum er nýsjálenskur kræklingur (greenlipped mussel) notaður sem náttúruleg uppspretta glúkósamíns.

Ráðlegt er að gefa eldri hundum og stærri hundum viðbótarskammt af glúkósamíni og kondróitíni. Eldri hundar eru oft stirðir í hreyfingum vegna þess að öldrun leiðir til brjóskeyðingar. Stórir hundar þjást einnig oft af liðavandamálum, þar sem brjóskið við liði þeirra þarf að taka á sig meiri þunga en í smærri hundum.

5 hluta

á hverja síðu

Listi Rist

 1. KYCKLINGFILÉ

  Chicken jerky - Hollt ofnbakað hundasnarl.
  900 kr
 2. SENIOR MINI

  Heilfóður fyrir eldri hunda
  7.199 kr
 3. PRIMA PLUS

  Fyrir hunda með eðlilega eða litla orkuþörf
  7.199 kr
 4. SENIOR

  Heilfóður fyrir eldri hunda.
  11.900 kr
 5. OPTIMAL GIANT

  Heilfóður fyrir stærstu hundategundir.
  12.200 kr

5 hluta

á hverja síðu

Listi Rist

Scroll