Karótenóíð eru andoxunarefni. Hágæðafóðrið frá Husse inniheldur mikið magn af lútíni og beta-karótíni. Þessináttúrulegu plöntulitarefni hafa mjög öfluga andoxunarvirkni í frumum líkamans. Að auki styrkja karótenóíð ónæmiskerfið. Rannsóknir hafa sýnt að karótenóíð efla vessabundið ónæmi og frumumiðlað ónæmi.
Vessabundið ónæmi er sú starfsemi ónæmiskerfisins sem er knúin af mótefnum í vessum. Mótefni í vessum bindast mótefnavökum á yfirborði innrásarörvera (veira eða gerla) og merkja þær sem skotmark til eyðileggingar. Vessaónæmi er kallað því nafni vegna þess að það felur í sér virkni efna í vessum, eða vökvum sem líkaminn myndar. Hugtökin mótefni og ónæmisglóbúlín eru gjarnan notuð jöfnun höndum og hafa sömu merkingu. Þaumyndast í vökvum í blóði og vefjum og einnig í ýmsum vessum. Að formi til eru þetta stór prótín í laginu eins og Y. Spendýr hafa fimm gerðir mótefna: IgA, IgD, IgE, IgG og IgM. Hver flokkur ónæmisglóbúlíns hefur mismunandi líffræðilega eiginleika og hefur þróast til að bregðast við mismunandi mótefnavökum. Mótefni myndast og er seytt úr blóðvökvafrumum sem verða til í B-eitilfrumum ónæmiskerfisins.
Frumumiðlað ónæmi er ónæmisviðbragð sem felur ekki sér mótefnamyndun heldur virkjun átfrumna í hvítu blóðkornunum, náttúrulegra drápsfrumna, mótefnasértækra, frumueitrandi T-eitilfrumna og losun ýmissa frumuboða sem bregðast við mótefnavökum.