Ágúst er afmælismánuður
Ágúst er afmælismánuður
Kæru viðskiptavinir, nú er liðið ár síðan við eignuðumst umboð Husse á Íslandi. Þar áður höfðum við verið sölumenn á Norðurlandi síðan 2017 og verið notendur Husse fóðurs síðan 2014.
Í tilefni afmælisins munum við í fyrsta lagi vera með „afmælislottó“ þar sem 100 virkir viðskiptavinir Husse fá senda afsláttarkóða, ýmist með 10%, 15%, 20% eða 25% afslætti sem gildir á allar vörur sem verslað er fyrir. Þannig langar okkur að sýna þakklæti í verki fyrir góð viðskiptasambönd síðustu ár.
Einnig mun ALLUR blautmatur fyrir hunda og ketti og ÖLL bein og nammi vera á 20% afmælisafslætti allan ágúst. Upplagt að nota tækifærið og prófa eitthvað af þeim frábæru vörum sem við erum með.
Takk fyrir viðskiptin, góð kynni og skemmtileg samskipti á liðnu ári (og árum)
Husse – gæði og gleði alla leið
Þú verdur að vera skráður inn til að skrifa athugasemd.
smelltu hér to log in