4 hluta

á hverja síðu
  1. 1
  2. 2
Ágúst er afmælismánuður
30.7.2024

Ágúst er afmælismánuður

Kæru viðskiptavinir, nú er liðið ár síðan við eignuðumst umboð Husse á Íslandi. Þar áður höfðum við verið sölumenn á Norðurlandi síðan 2017 og verið notendur Husse fóðurs síðan 2014.

Í tilefni afmælisins munum við í fyrsta lagi vera með „afmælislottó“ þar sem 100 virkir viðskiptavinir Husse fá senda afsláttarkóða, ýmist með 10%, 15%, 20% eða 25% afslætti sem gildir á allar vörur sem verslað er fyrir. Þannig langar okkur að sýna þakklæti í verki fyrir góð viðskiptasambönd síðustu ár.

Einnig mun ALLUR blautmatur fyrir hunda og ketti og ÖLL bein og nammi vera á 20% afmælisafslætti allan ágúst. Upplagt að nota tækifærið og prófa eitthvað af þeim frábæru vörum sem við erum með.

Takk fyrir viðskiptin, góð kynni og skemmtileg samskipti á liðnu ári (og árum)


Husse – gæði og gleði alla leið 

 

 

Meira > 0 Athugasemd
Vörurnar eru komnar til landsins
30.8.2023

Vörurnar eru komnar til landsins

Vörurnar okkar eru komnar til landsins! ????

Fyrsta pöntun okkar sem nýrra eigenda Husse ????

Við hlökkum mikið til að koma með poka til allra frábæru viðskiptavina okkar ????

Meira > 0 Athugasemd
Nýir eigendur Husse á Íslandi
24.8.2023

Nýir eigendur Husse á Íslandi

Nýir eigendur Husse á Íslandi - María og Gunnar.

Við hjónin kynntumst Husse árið 2014 og byrjuðum þá að gefa hundunum okkar og köttum þetta frábæra fóður. Þegar okkar söluaðili hætti árið 2017 ákváðum við að taka við sölumennskunni á Norðurlandi og eigum stóran hóp frábærra viðskiptavina.

í ágúst fórum við svo alla leið og erum núna eigendur Husse á Íslandi ????

 

Meira > 0 Athugasemd
  1. 1
  2. 2
Scroll