Júkka vörur

 
 
 

Inniheldur júkkapálmaþykkni.


Heilsusamleg áhrif af júkkapálmanum

Júkkapálminn (Yucca schidigera) dregur úr hægðalykt með því að binda ammóníak og rokgjörn efni í hægðum. Þessi náttúrulega planta hefur einnig kröftuga andoxunareiginleika og eflir ónæmiskerfið. Náttúruleg sapónín (sápuefni) júkkaplöntunnar bæta iðraheilsu og fjölfenólin í henni viðhalda góðri heilsu liða.

Plantan Yucca schidigera inniheldur fjölda líffræðilega virkra efna, þ.m.t. sapónín- og fjölfenólastera, svo sem resveratról.

Stóran hluta lækningaáhrifa júkkapálmans má rekja til sapónínsins sem hann inniheldur. Þessi plöntusteról hafa reynst vel við að binda kólesteról í galli, en við það eykst útskilun þess úr líkamanum og magn þess í blóðinu lækkar. Þessi virkni skýrir einnig meindýrabælandi áhrif júkkapálmans. Með því að bindast kólesterólinu í frumuhimnu í frumdýrum, svo sem Giardia lamblia, brjóta sapónínin niður frumuhimnuna og að lokum deyr frumdýrið. Einnig hefur verið sýnt fram á að júkka-sapónín hafi gerildeyðandi eiginleika og kunni að stuðla að bættri iðraheilsu með því að hindra offjölgun gerla.

Nokkur hefð er fyrir notkun júkkapálmans til að viðhalda heilbrigði liða, þar sem fjölfenólin sem plantan inniheldur eru andoxandi og geta því hindrað vefjaskemmdir af völdum sindurefna (eða hvarfgjarnar afleiður súrefnis). Þau eru einnig hamlandi fyrir NFkB (Nuclear Factor kappa B), sem er mikilvægt boðefni í ónæmiskerfinu sem framkallar bólgur. Fjölfenólandoxunarefnið resveratról er vel þekkt sem innihaldsefni í rauðvíni og er talið ein helsta ástæðan fyrir því að sá drykkur virðist hafa jákvæð áhrif á starfsemi hjartans.

Loks má nefna að júkkaþykkni getur bundist við ammóníak, sem er eitrað aukefni sem myndast við eðlileg efnaskipti í líkamanum, sem og við efnaskipti í örverum, þar með talið þeim trilljónum gerla og annarra örvera sem fyrirfinnast í iðrum mannslíkamans.
 
Vörur per síðu:   6 10 20 50
Raða eftir:   verð   titill hækkandi röð
 
 
Super Premium fyrir fullorðna ketti

EXCLUSIVE ACTIVE OUTDOOR Sensitive SkinFæst í:

Verð: 6.260 kr.

Magn:

Super Premium fyrir fullorðna ketti

EXCLUSIVE KATT STERILISEDFæst í:

Verð: 6.324 kr.

Magn:

 
Super Premium fyrir fullorðna ketti

EXCLUSIVE LIGHT Sensitive DigestionFæst í:

Verð: 6.257 kr.

Magn:

Super Premium fyrir kettlinga

KATTUNGEFæst í:

Verð: 6.615 kr.

Magn:

 
Super Premium fyrir fullorðna ketti

KROKETTER CHICKENFæst í:

Verð: 6.288 kr.

Magn:

Super Premium fyrir fullorðna ketti

KROKETTER FISHFæst í:

Verð: 5.261 kr.

Magn:

Innkaupakarfa

Innkaupakarfan er tóm.
 

PANTAÐU Á VEFNUM

Frí heimsendingÁ öllum pöntunum yfir 4.000 kr.


Aðstoð

Fleiri spurningar?

Vinsamlegast hafið samband við okkur.
 

Ummæli

Hvað segja viðskiptavinirnir um Husse:

A. Renaud

Fyrir u.þ.b. þremur vikum fengum við Border collie cross hvolp sem bjargað var. Hann var illa haldinn, með orma, flær og...

Viltu vinna með okkur

  • Verða Husse samvinnuaðili
  • Verða Husse söluaðili
  • Verða Husse dreifingaraðili