Fréttir

 

Hvað finnst þínu gæludýri?

08.09.2015

Okkur langar að bjóða öllum Husse vinum 30% afslátt af næstu pöntun. Við höfum lagt okkur fram við að bjóða vörur okkar á besta verði en viljum verðlauna þá sem taka þátt.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur mynd af gæludýrinu þínu ásamt nafni þess og smá umsögn um Husse fóðrið sem gæludýrið þitt notar á netfangið
info@husse.is og við sendum þér afsláttarkóðann þinn til baka sem þú getur notað af næstu pöntun.

 
 

Ný vara: TUGG PLUS

27.04.2014
Vorum að fá stærri gerðina af þessum frábæru tannhreinsandi nagbeinum fyrir hunda. Þær eru nú til í tveimur stærðum:
  • 10cm
  • 20cm
TUGG Plus nagbeinin okkar eru 100% meltanleg og ættu því ekki að hafa nein áhrif á hægðir hundins. Það inniheldur m.a. grænt te.

 
 

Að velja rétta fóðrið

21.04.2014
Husse framleiðir mikið magn af hágæða vörum og leggur mikinn metnað í að velja besta mögulega hráefni og tryggja það að dýrinn okkar nái að melta mat og snarl auðveldlega.

Það er einnig mjög mikilvægt að velja besta fóðrið fyrir dýrið þitt en vörulína okkar er mjög breið. Við erum sérfræðingar í fóðrinu okkar og næringarfræði hunda og katta og erum reiðubúin að aðstoða þig við val á því fóðri sem myndi henta þínu dýri best.

Ein af nýjustu vörum frá okkur er Husse Sterilised. Hér er um að ræða
fóður sem er ætlað vönuðum hundum sem hættir til að fitna. Það er sérstaklega hannað til að sameina takmarkaða orku en þó með háu próteini og L-Carnitine til þess að stuðla að betri efnaskiptum. Fóður sem er grundvallað á kjúklingakjöti gefur góða næringu en hjálpar um leið að halda hundinum í eðlilegri þyngd.

Ekki hika við að hafa samband, annað hvort á netfangið info@husse.is eða í síma 551-3111 og við munum aðstoð þig og litla dýrið þitt.


 
 

Ólafur Schram til liðs við Husse

10.10.2013
Husse á Íslandi hefur nú nýverið bætst góður liðstyrkur þar sem Ólafur Schram hefur tekið að sér ráðgjöf um fóðrun hunda og katta. 

Ólafur er eins og menn vita þekktur fyrir sína ferðir á hestum um landið þvert og endilangt síðastliðin 40 ár og hefur komist í hann krappann í ótal skipti þar sem þol og þrautsegja eru nauðsynlegir kostir.  Hann hefur átt hunda í nær fjörtíu ár, vel uppalda, eða siðaða, sterka og fjöruga fjórfætlinga og lagt á þá ótal langferðir við hin ýmsu skilyrði.

Hann fékk hjá okkur prufu af Lamm + Ris og segir að á tveimur mánuðum hafi hundurinn tekið stakkaskiptum í útliti, vellíðan og kæti.  Þetta er Border Collie, nefndur Húni og hefur hundurinn Húni nú þegar farið 14-15 sinnum kringum landið á bíl með húsbónda sínum, álíka oft yfir Sprengisand og ótal sinnum inn á afrétti.

Ólafur er tilbúinn að heimsækja viðskiptavini okkar, ráðleggja við mataræði og í framhaldinu sjá um afhendingu Husse vara heim að dyrum.

Við lítum á þessa ákvörðun Ólafs sem mikinn stuðning og viðurkenningu á gæðum okkar vöru.


 
 

Velkomin í vefverslunina okkar

Farið um vefverslunina okkar og skoðið þær vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á.
 

Lamm & Ris Valp/ Heilstætt auðmeltanlegt ofnæmisprófað fóður fyrir hvolpa í uppvexti sem hafa viðkvæma meltingu

Nýtt Lamm & Ris Vlap er super premium glútenlaust fóður sem gert er úr auðmeltanlegu hráefni, sem hentar vel fyrir hvolpa með viðkvæma meltingu. Þetta fóður er ólíklegt til að valda ofnæmisviðbrögðum. Lamm & Ris Valp gefur þá viðbótar næringu, vítamín og steinefni sem hvolpurinn þarfnast og er án litar og rotvarnarefna. Hafðu samband við þinn Husse söluaðila til þess að fá frekari upplýsingar.
 

KYCKLINGFILÉ / Kjúklingaræmur – Hollt ofnbakað hundasnarl

KYCKLINGFILÉ er ný og holl vara. Próteinríkt hundasnarl með lágu fituinnihaldi. Inniheldur hágæða kjúklingaprótein. Viðbætt glúkósamín sem er gott fyrir liðamótin.
 

KATTMALT / Mjög Bragðgott malt fyrir ketti sem hefur góð áhrif á efnaskiptin

15.02.2010
Ný vara. Kattmalt er fæðubótarefni fyrir ketti sem hefur góð áhrif á efnaskiptin. Malt og sérstök fitusamsetning lækkkar hættu á myndun hárbolta og uppköstum þeirra vegna.

Innkaupakarfa

Innkaupakarfan er tóm.
 

Hvar á að kaupa


Finndu Husse söluaðila á þínu svæði hér!

Finndu Husse dreifingaraðila

Póstnúmer þitt

PANTAÐU Á VEFNUM

Frí heimsendingÁ öllum pöntunum yfir 4.000 kr.


Aðstoð

Fleiri spurningar?

Vinsamlegast hafið samband við okkur.
 

Ummæli

Hvað segja viðskiptavinirnir um Husse:

A. Renaud

Fyrir u.þ.b. þremur vikum fengum við Border collie cross hvolp sem bjargað var. Hann var illa haldinn, með orma, flær og...

Viltu vinna með okkur

  • Verða Husse samvinnuaðili
  • Verða Husse söluaðili
  • Verða Husse dreifingaraðili